Connect using Facebook

Spurt og svarað

Get ég boðið vin með í ræktina?

Já ekkert mál - þið checkið ykkur bara inn!

Þetta eru aðeins 2 skref:

  1. Check-ið ykkur bæði inn í Reebok Fitness á Facebook

  2. Sýnið afgreiðslu

 Hver viðskiptavinur getur nýtt sér check-in 2x í mánuði.

 

Hvernig checka ég mig inn á Facebook?

Þetta er eins og að gera status á Facebook –  Það eina sem þarf að bæta við er „location“ og merkja Reebok Fitness.

 

*Ath gildir einungis í Reebok Fitness Tjarnarvöllum, Holtagörðum, Urðarhvarfi, Faxafeni og Lambhaga.

Hvernig er hóptíma fyrirkomulagið hjá ykkur?

Mega einfalt - þarft bara wifi og kort í Reebok Fitness. 

Nánar: 

Hvenær get ég skráð mig í tíma?
Skráning í hópatíma opnar 48klst. áður en tíminn hefst.
Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma.
Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst.

Ertu skráð/skráður en kemst ekki?

Ef þú kemst ekki í skráðan tíma þarf að afskrá sig.
Afskráning þarf að berast minnst 1klst áður en tími hefst eftir það er ekki hægt að afskrá.

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga í alla tíma er 8 manns nema morguntíma frá kl 6-8 er ekki lágmarksfjöldi.
Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1klst er þar til hann hefst fellur hann niður.
Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms og tölvupósti á þá sem eru skráðir.

Hvað þýðir gulur og grænn tími?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu.
Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur.

Er hægt að fá kvittun?

Þú smellir á " innskráning" efst í hægra horninu á forsíðunni á www.rfc.is og skráir þig inn. Undir " mín síða" smellir þú á "Yfirlit" og í undirvalmyndinni hægra megin velur þú
'Reikningar' þar getur þú stillt tímabilið sem þú vilt fá kvittun fyrir og prentað út.

Skilmálar - hvað þýðir það?

Skilmálarnir eru samningur og leiðbeiningar á milli meðlims og Reebok FItness um það hvernig áskirftargreiðslur, uppsagnir og almennn hegðun og umgengni í stöðvunum virkar.  
 
Skilmálarnir taka mjög skýrt á þvi hvernig áskriftin og greiðslurnar koma til með að virka og leiðbeina þér svo hvernig standa skal að uppsögn.  
 
Skilmálarnir gilda líka fyrir viðskiptavini sem lesa þá ekki.  Við mælum eindregið með þvi að lesa skilmálana - það stuðlar að mikið betri samskiptum í framtíðinni.

Er hægt að fá mætingarnar útprentaðar?

Þú smellir á " innskráning" efst í hægra horninu á forsíðunni á www.rfc.is og skráir þig inn. Undir " mín síða" smellir þú á "Yfirlit" og í undirvalmyndinni hægra meginn velur þú "mætingar" þar getur þú valið tímabilið sem þig vantar og prentar út.

Hvað er aldurstakmarkið í Reebok Fitness?

Aldurstakmarkið í Holtagarða, Urðarhvarf og Tjarnarvelli er 15 ára á árinu. 

Nú geta 12-15 ára æft í Kópavogslaug, Salalaug og Ásvallalaug. 

Þarf ég að skrá mig í hóptíma?

Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram í alla hóptímana.

Hvernig skrái ég mig í hóptíma?

Skráningin fer fram á netinu. Þú smellir á "Innskráning" efst í hægra horninu á forsíðunni á reebokfitness.is og skráir þig inn. Næsta skref er að velja tíma í tímatöflunni og staðfesta. Þá átt þú frátekið pláss í viðkomandi tíma. Einnig verða spjaldtölvur í anddyri stöðvarinnar þar sem fólk getur skráð sig í þá tíma sem er laust pláss í.

Þarf ég að afbóka ef ég kemst ekki í tímann?

Já, það þarf að afbóka að minnsta kosti 2klst. áður en tíminn á að hefjast.

Hvernig afbóka ég mig úr tímum?

Þú skráir þig inn á síðuna, ferð í "Mín Síða" og svo "Mínir tímar", þá sérðu alla þá tíma sem þú hefur bókað þig í. Ef þú vilt afbóka tímann þá smelliru á viðkomandi tíma og staðfestir afskráningu.

Þarf ég að greiða fyrir hóptímana?

Allir þeir hóptímar sem eru í boði eru opnir tímar og þarf því ekki að greiða aukalega fyrir þá.

Eruð þið með heita potta og gufubað?

Já á Tjarnarvöllum bjóðum við upp á heitann og kaldann pott, einnig gufu.

Hvert sný ég mér til að fá einkaþjálfun?

Allar upplýsingar varðandi einkaþjálfarana má finna undir "Einkaþjálfun" hér á síðunni. Einkaþjálfararnir eru verktakar og því fara allar skráningar og greiðslur í gegnum þá. 

 

Þarf ég að eiga kort í Reebok Fitness til að fara í einkaþjálfun?

Til að nýta sér einkaþjálfarana hjá Reebok Fitness þarf að hafa gilt kort í stöðinni.

Hvernig byrja ég í áskrift hjá Reebok Fitness?

Á forsíðunni er hnappur 'Smelltu hér' fyrir neðan textan BYRJAÐU STRAX þú smellir á hann og fylgir leiðbeiningum.Aðeins er hægt að greiða fyrir áskrift í gegnum heimasíðuna.

Tvær greiðsluleiðir eru í boði; beingreiðslur (skuldfært sjálfkrafa af debetkorti) eða boðgreiðslur (skuldfært sjálfkrafa af kreditkorti)

Hvernig skrái ég mig inn þegar ég kem í Reebok Fitness í fyrsta skipti?

Þú tekur mynd af augunum í augnskannanaum hægra megin við afgreiðsluborðið þegar þú kemur inn. Þú notar kennitöluna þína og sama lykilorð og inn á 'Mín síða'. Eftir það geturðu notað augnskannana til að komast inn.

Hvernig geymi ég verðmæti?

Við erum með skápa en fólk þarf að koma með hengilása til að setja á skápana. Ekki er hægt að geyma verðmæti í afgreiðslunni þar sem starfsmaður er ekki alltaf til staðar í afgreiðslunni.

Týnt / gleymt lykilorð

Ef þú gleymir lykilorðinu eða fékkst aldrei lykilorðið sent í pósti, þá er hægt fara í innskráninguna og ýta á takkann 'Gleymt lykilorð' þar getur þú fengið sent nýtt lykilorð á netfangið þitt.

Hvernig hef ég samband?

Efst á hverri síðu á reebokfitness.is er hægt að smella á "Hafðu samband", þar geturðu fyllt út fyrirspurnarform.

Eruð þið með símanúmer?

Við erum ekki með síma, allar fyrirspurnir eru sendar í tölvupósti í gegnum 'Hafa samband' á heimasíðu.

Hvað kostar að æfa í Reebok Fitness?

Þú getur skoðað verðskrána okkar hér.

Hvernig segi ég upp áskriftinni minni?

Til að segja upp ferðu í "Innskráning" á heimasíðunni (reebokfitness.is) og skráir þig inn með kennitölu og lykilorði. Þú smellir síðan á flipann "Segja upp", velur ástæðu, skrifar stutta skýringu og að lokum smellir þú á  'Staðfesta uppsögn', - Þá flyst þú yfir á aðra síðu með skilaboðum um að uppsögnin hafi heppnast þú færð að lokum tölvupóst með staðfestingu  (Það er á ábyrgð notanda/áskrifanda að fylgjast með staðfestingu) 
– Ekki er tekið við uppsögn með neinum öðrum hætti.

Hvað ef ég hef sagt upp áskriftinni minni og vil byrja aftur?

Annað hvort smellir þú á hlekkinn á forsíðunni og skráir inn allar upplýsingarnar þínar eða skráir þig inn með kennitölunni og gamla lykilorðinu og svo á hlekkinn á forsíðunni, þá ættu allar upplýsingarnar þínar að vera síðan síðast ;-) mundu bara að uppfæra þær ef eitthvað hefur breyst.  

Áskrift CrossFit Kötlu hætt en haldið áfram í Reebok Fitness ?

Ef þú vilt hætta í Crossfit KÖTLU en halda áfram í Reebok Fitness, þá þarft þú að senda póst á reebokfitness@reebokfitness.is ásamt kennitölunni þinni og biðja um að breyta áskriftinni.

Áskrift Reebok Fitness hætt en haldið áfram í CrossFit Kötlu ?

Ef þú vilt færa þig úr Reebok Fitness yfir í CrossFit KÖTLU -  þá þarft þú að senda póst á reebokfitness@reebokfitness.is ásamt kennitölunni þinni og biðja um að breyta áskriftinni.

Hvaða Tímabil gildir aðgangurinn ?

Til síðasta dags mánaðar ef um mánaðarlega áskirft að ræða annars lok tímabils sem hefur verið keypt fyrirfram,  ATH að þeim mánuðum liðnum tekur við sjálfvirk skuldfærsla, einn mánuð í senn, þar til áskrift er sagt upp. Aðgangurinn virkjast strax við fyrstu greiðslu.

Er hægt að greiða með frístundakorti?

Unglingar 16-18 ára með lögheimili í Reykjavík eða Garðabæ geta nýtt sér frístundastyrkinn, eins og staðan er í dag samkv. reglum bæjarfélagana um frístundastyrkinn/hvatastyrk. 

 

Sjá nánar um frístundastyrkinn