Connect using Facebook
Kæri viðskiptavinur.
Vinsamlegast kynntu þér vel eftirfarandi áskriftarsamning.

Sú vitneskja fyrirbyggir misskilning og stuðlar að góðum samskiptum í framtíðinni.

 

 

Skilmálarnir eiga við áskrift hjá Reebok Fitness og Reebok CrossFit KÖTLU, hér eftir nefnt RFC. Með kaupum á áskrift hjá RFC samþykki ég eftirfarandi skilmála:

Áskriftarsamningur Reebok Fitness (RFC ehf.)

Skilmálar þessir taka gildi frá og með 1.mars 2012
 
RFC selur aðgang að heilsurækt í áskrift og tímabundin kort sem renna út. Áskrift þarf alltaf að segja upp hvort sem valið er engin binding, 12 mánaða ótímabundinn samningur eða sérstök eingreiðslu tilboð og námskeið sem enda í almennri áskrift samkvæmt vörulýsingu í kaupferli.

Áskriftarleið: Engin Binding almennt og CrossFit
Fyrsta greiðsla í áskrift:
Fyrstu  daga mánaðar greiðist fullt verð Mánaðargjalds og svo rukkað fullt mánaðargjald næstu mánaðarmót eftir það (nema búið að segja upp fyrir þau mánaðarmót).  

Þegar áskrift er sagt upp lýkur áskrift sama dag og áskrift hófst á - þe. ef þú hófst áskrift 5. ágúst og segir upp 27. sept þá færðu lokadagsetningu 5. okt. með fullan aðgang fram að lokadegi.

Ef áskrift hefst eftir 7. dag mánaðar þá greiðir þú næsta mánuð með í fyrstu greiðslu, er þá rukkað hlutfallslegt daggjald til mánaðarmóta líðandi mánaðar auk fullt gjald fyrir næsta mánuð þar á eftir.
=Daggjald x fjöldi daga eftir til mánaðarmóta + mánaðargjald næsta mánaðar.  

Eftir það er ávalt rukkað mánaðargjald á mánaðarmótum þar til áskriftinni er sagt upp, algjörlega óháð mætingu.

Áskriftinni er hægt að segja upp hvenær sem er, þú ert aðeins bundin því sem þú hefur þegar greitt fyrir.
Mánaðargjald er innheimt í hverjum mánuði með sjálfvirkri skuldfærslu af kredit eða debetkorti, óháð mætingu þar til áskrift er sagt upp.

Áskrifendur geta valið um tvær greiðsluleiðir í almennri áskrift; beingreiðslur þar sem skuldfært er sjálfkrafa af debetkorti eða boðgreiðslur þar sem skuldfært sjálfkrafa af kreditkorti. Í báðum tilfellum er skuldfært mánaðarlega þar til áskriftinni er sagt upp.

Engin binding: Þú ert aðeins bundin því sem þú hefur greitt fyrir - uppsögn þarf að berast fyrir næstsíðasta dag mánaðar ef ekki á að greiða fyrir næsta mánuð.

12 mánaða ótímabundinn samingur:

Kostar 5.990 kr. á mánuði og er óuppsegjanlegur í 12 mánuði frá kaupdegi

1. Samningur er ekki uppsegjanlegur á tímabilinu. Hægt er að segja honum upp eftir 12 mánuði.

2. Eftir þessa 12 mánuði heldur mánaðarleg áskrift áfram og endurnýjast sjálfkrafa þar til henni er sagt upp.

3. Viðskiptavinur heldur sömu kjörum að 12 mánuðum liðnum eftir að tekið hefur verið tillit til breytinga á vísitöluverði.

4. Með kaupum á þessari áskriftarleið samþykkir kaupandi að fyrirtækið RFC ehf. megi skuldfæra 5.990 kr. mánaðarlega af uppgefnum reikningi.

 

Þegar kaupin hafa átt sér stað þarf kaupandi að koma við í afgreiðslu Reebok Fitness Í Holtagörðum, Urðarhvarfi, Tjarnarvöllum eða Faxafeni og skrifa undir samning og skilmála þessarar áskriftarleiðar.

Einungis hægt að fara þessa leið með venjulegu kreditkorti, þeas debet kort og fyrirframgreidd kreditkort virka ekki.

 

Áskriftir og greiðslur almennt:

Takist ekki skuldfærslan fyrir mánaðargjaldi um mánaðarmót, lokast á aðganginn að stöðvunum, áskriftin er engu að síður virk þar til henni er sagt upp.  Skuldfærsla fyrir fullu mánaðargjaldi er reynd aftur reglulega en ekki er opnað á aðgang aftur fyrr en skuldfærsla fyrir fullu mánaðargjaldi tekst.  Krafa fyrir mánaðrjaldi send í banka ef greiðsla heppnast ekki fyrri helming mánaðar.

Þó áskriftargjald hafi ekki verið rukkað þýðir það ekki að áskriftin sé ekki í gildi, það þarf alltaf að segja áskrift upp, óháð greiðslum og mætingu.

RFC ehf. áskilur sér rétt til verðbreytinga - Allar breytingar á verðskrá sem fela í sér umtalsverðar hækkanir umfram verðlagsþróun mun RFC tilkynna virkum áskrifendum með minnst eins mánaðar fyrirvara inn á 'Mín síða'.  Það er á ábyrgð áskrifenda að fylgjast með tilkynningum inn á 'Mín síða' til að fá mikilvægar tilkynningar.

 Hvert skipti sem greiðsluupplýsingar eru færðar inn og kaup fyrir námskeið, barnagæslu eða hverju öðru sem greitt er fyrir á reebokfitness.is uppfærast greiðsluupplýsingar í kerfinu okkar og það kort sem var notað við kaupin verður eftirleiðis notað til að skuldfæra mánaðargjöld.  Hægt er að breyta greiðsluupplýsingum á ‚Mín síða‘

Kaup á áskrift/kortum/aðgangi að Reebok Fitness yfirskrifar ekki áskriftir sem ekki er búið að segja upp.  Nýjar greiðsluupplýsingar geta verið notaðar til að innheimta mánaðargjald eldri áskrifta.

Þegar keypt er þjónusta með skólaafslætti ber að framvísa sönnun um skólavist.

RFC notar þjónustu frá færsluhirðir þar sem RFC geymir einungis einkvæmt sýndarnúmer hjá sér í stað kortanúmersins.  Þetta númer uppfærist þó gildistími greiðslukortsins sé liðinn og eða sjálfu greiðslukortinu hefur verið týnt eða lokað, líkt og hjá öðrum áskriftarveitum.  Þá þurfa meðlimir ekki að uppfæra kreditkortaupplýsingar sínar hjá RFC við þannig aðstæður.

Ef þú vilt greiða áskrift fyrir annan aðila þarftu að stofna aðgang (Hefja áskrift) á hans kennitölu og nota þitt kreditkort fyrir greiðslunum.  Athugaðu að þú þarft að tryggja aðgang þinn að "Mín síða" fyrir þann notanda upp á að stjórna greiðslum og uppsögn áskriftar.  RFC ber enga ábyrgð á þessum notendum.
Gott ráð: Þar sem kerfið okkar býður þér ekki upp að hafa stjórn á fleirum en einum aðgangi, skaltu frekar láta viðkomandi leggja út fyrir sinni áskirft á eigin greiðslukorti og endurgreiða þeim síðan eftir útprentaðri kvittun.

Það greiðslukort sem meðlimur skráir hjá RFC er alfarið á ábyrgð meðlimsins sem það notar.  RFC tekur ekki ábyrgð á misnotkun greiðslukorta.  Misnotkun greiðslukorta er tilkynnt lögreglu.

Uppsögn:

Uppsögn áskriftar tekur gildi í lok tímabilsins sem greitt hefur verið fyrir, eftir að uppsögnin hefur verið kláruð á ‚Mín síða‘. Kjósi áskrifandi að segja upp áskrift sinni þarf það að gerast fyrir næst síðasta dag hvers mánaðar.

Sé uppsögn ekki kláruð innan ofangreindra tímamarka ber áskrifanda einnig að greiða mánaðargjald fyrir næsta mánuð, óháð mætingu.  Ef keyptur er fleiri en einn mánuður í upphafi tekur uppsögn gildi við lok þess tímabils sem þegar hefur verið greitt fyrir.

Uppsagnar leiðbeiningar:

Til að segja upp ferðu í "Innskráning" á heimasíðunni (reebokfitness.is) og skráir þig inn með kennitölu og lykilorði. Þú smellir síðan á "Mín síða" og smellir á flipann "Segja upp" velur ástæðu uppsagnar, skrifar stutta skýringu/skilaboð/ábendingu og smellir svo á "staðfesta uppsögn", ef uppsögnin hefur heppnast flyst þú yfir á staðfestingar síðu og færð loks tölvupóst með staðfestingu.  Það er á ábyrgð notanda/áskrifanda að fylgjast með staðfestingunni, ef engin staðfesting kemur á skjá eða tölvupóst þarf að öllum líkindum að endurtaka uppsögn –

Ekki er tekið við uppsögn með neinum öðrum hætti. -
  Mánaðar og námskeiðagjöld eru ekki endurgreidd jafnvel þó aldrei mætt.

  Reebok Fitness ber ekki ábyrgð á því að meðlimir sínir noti þjónustuna sem þeim býðst, (við myndum frekar vilja að þeir nýttu hana til hins ítrasta)
  Þrátt fyrir að meðlimur mæti ekki er samt sem áður
 gert ráð fyrir honum/henni. 

 


   Hóptímar:

• Nauðsynlegt er að bóka sig fyrirfram í alla hóptíma. Þú bókar þig inni á “mínar síður” á www.reebokfitness.is.

• Ekki er leyfilegt að mæta í tíma án þess að eiga bókað pláss.

• Afbóka þarf tíma að minnsta kosti 60 mínútum áður en tíminn á að hefjast.

• Ef ekki er mætt í tíma sem bókað er í getur það haft í för með sér að     takmörk verði sett á tíma bókanir viðkomandi og eða sekt.

• Hóptímataflan getur breyst án fyrirvara.

• Lágmarksfjöldi á við alla hóptíma.  Skráningin þarf að ná 8 manns 2 tímum fyrir svo að tíminn verði.  Stikan mun vera gul undir 8 en græn þegar lágmarksfjölda er náð.           Ef tíminn fellur niður þá mun verða sendur tölvupóstur og SMS á þá sem eru skráðir í tímann.

 

Námskeið

Lokaðir tímar/námskeið hafa aðeins þeir aðgang að sem hafa bætt þeim við áskriftina sína.  Greitt er sérstaklega fyrir aðgang að námskeiðum sem eru auglýst á reebokfitness.is – til að hafa aðgang að námskeiðum þarf fyrst að vera með virkan aðgang að stöðinni.  

 

ATH: Við kaup á námskeiði uppfærast greiðsluupplýsingar í kerfinu okkar og það kort sem var notað við námskeiðakaupin verður eftirleiðis notað til að skuldfæra mánaðargjöld.  Hægt er að breyta greiðsluupplýsingum á ‚Mín síða‘

 

ATH: Námskeiðagjöld eru ekki endurgreidd, óháð mætingu veikinda eða slyss.  Einungis endurgreitt ef námskeið fellur niður, eða hægt að nota uppí annað námskeið hjá RFC.  


  Einkaþjálfun:

  Einkaþjálfarar í Reebok Fitness eru verktakar og því fara allar skráningar og greiðslur fyrir þeirra þjónustu beint í gegnum þá. RFC ber ekki ábyrgð á vanefndum eða mistökum einkaþjálfara.


Reebok CrossFit KATLA:
  Meðlimir í Reebok CrossFit KÖTLU hafa aðgang að öllum hóptímum og aðstöðu Reebok Fitness.  
  Þeir einir hafa aðgang til að bóka sig í alla WOD tíma sem auglýstir eru á crossfitkatla.is og þeirri þjónustu sem boðið er upp á þar.  
  Meðlimum Reebok Fitness er ekki heimilt að nota aðstöðu CrossFit KÖTLU nema með þjálfara.

Heilsa:
  Með samþykki á skilmálum þessum fullyrðir þú, samkvæmt bestu vitund, að þér sé óhætt að stunda líkamsrækt og að þér sé engin sérstök hætta búin af því heilsufarslega. Þú æfir á eigin ábyrgð.
  Ég geri mér grein fyrir því að iðkun í stöðinni felur í sér hættu á meiðslum og slysum, sem geta í versta falli leitt til dauða.
  Ég stunda æfingar á eigin ábyrgð og firri RFC allri ábyrgð á hugsanlegum meiðslum eða slysum sem kunna að koma fyrir, sem ekki verða rakin með beinum hætti til mistaka eða vanrækslu af hálfu RFC, stjórnenda stöðvarinnar eða starfsmanna hennar.

  Öll misnotkun áfengis, eitur og ávanabindandilyfja er með öllu óheimil á lóð og innan veggja Reebok Fitness - brot á því varðar brottvísun og mögulegt bann frá stöðvum RFC.  - Æfingagjöld eru ekki endurgreidd ef meðlimir gerast brotlegir.  

  RFC áskilur sér rétt til þess að setja meðlimi í lyfjapróf á meðan áskrift er í gildi, gefi hegðun eða ábendingar vísbendingu um misnotkun ólöglegra lyfja.
  Lyfjapróf þetta skal vera framkvæmt samkvæmt reglum og stöðlum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og mun því taka mið af bannlista WADA.
  Kostnaður lyfjaprófs greiðist af RFC.
  Meðlimi sem fellur á lyfjaprófi er vikið úr stöðinni og á ekki rétt á bótum.  Hann á hvorki rétt á skaðabótum né endurgreiðslum.
  Neiti meðlimur að taka lyfjapróf jafngildir það falli og er vikið úr stöðinni. Meðlimur sem fellur á lyfjaprófi fær amk. 6 mánaða bann frá aðgangi að heilsuræktarstöðvum Reebok Fitness.

Almennt:
  Öll verðmæti eru á eigin ábyrgð inn í stöðvunum.

  Skápar eru til staðar og þarf að koma með eigin hengilás til að læsa skápum – ekki er borin ábyrgð á verðmætum í læstum skápum.
  Ef viðskiptavinur skilur eftir lás á skáp eftir lokun mun verða klippt á lásinn og innhaldið gefið í Rauða Krossinn.

  Skylt er að viðskiptavinir kynni sér gildandi húsreglur og fylgi þeim. Þær má lesa HÉR.

  Aldurstakmark i RFC er 15 ára á árinu.