Connect using Facebook

Reebok Fitness

Reebok Fitness býður upp á skemmtilegar, snyrtilegar og vel búnar líkamsræktarstöðvar í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. Jafnframt hafa korthafar Reebok Fitness aðgang að Kópavogslaug, Salalaug og Ásvallarlaug. Það er okkar kapp að bjóða þér það besta sem er í boði í líkamsrækt á lágu verði og algjörlega án bindingar. 

Auk þess að vera með stóran og fullbúinn tækjasal og frábæra æfingaaðstöðu bjóðum við upp á alla vinsælustu hóptímana  og marga af bestu hóptímakennurunum. Þá eru salirnir okkar hannaðir til að fullnægja ströngustu kröfum hvað varðar búnað, æfingatæki, hljóðkerfi og loftræstingu.
Tækjasalurinn er mjög rúmgóður og með fullkomnum tækjabúnaði frá StarTrac. Upphitunartæki, lyftingartæki, laus lóð, fit boltar, medicin boltar, foamrúllur, ketilbjöllur, rúmgott teygjusvæði og allt þetta helsta sem þarf til að taka vel á því, auk u.þ.b. 70m2 "Functional Zone" gólf sem er sérstaklega gert fyrir ýmsar æfingar með líkamsþyngd.


Hreint og gott loft er okkur mjög mikilvægt og því leggjum við mikið upp úr öflugu loftræstikerfi sem skiptir um loft inni á stöðinni á 10 mínútna fresti.

 

Reebok CrossFit Katla

Reebok CrossFit KATLA er staðsett í rúmlega 600 fermetra rými í Holtagörðum inn af Reebok Fitness. CrossFit salurinn er mjög rúmgóður og vel útbúinn tækjum og búnaði.  Aðgangur að Reebok Fitness og öllum þeim tímum og þjónustu sem þar er í boði fylgir frítt með áskrift að Reebok CrossFit KÖTLU.
Meiri upplýsingar og skráning:  
 www.crossfitkatla.is 

 

Byrjaðu strax í dag!

Vertu velkomin!
Öll okkar sala fer í gegnum heimasíðu Reebok Fitness og þú getur að sjálfsögðu sagt upp áskrift þinni "Engin binding" hvenær sem er! 
Þegar búið er að ganga frá áskrift skráir þú þig sjálf/ur í gegnum augnskanna sem eru í Holtagörðum, Tjarnarvöllum og Urðarhvarfi. Ef þú ert í einhverjum vanda ekki hika við að hafa samband við afgreiðslu okkar.. sem er líklegast að gera stöðina hreina og fína því við leggjum mikla áherslu á snyrtilegt og hreint umhverfi. 
Ef þú vilt bjóða vin með í ræktina er það ekkert mál - þið checkið ykkur bara inn á facebook og sýnið afgreiðslu. 

Við hvetjum gesti til að prófa hóptímana okkar sem eru fjölmargir og ávallt vel sóttir! Við minnum á að skrá sig í alla hóptíma.

 

Nánar um hóptímana


Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma sem hefjast frá kl. 5:45-6:30, en í þá er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!

 

Myndir

Mynd 1 af 39
IMG_0477.jpg (55832 bytes)
IMG_0483.jpg (53894 bytes)
IMG_0488.jpg (50728 bytes)
IMG_0492.jpg (47430 bytes)
IMG_0497.jpg (52902 bytes)
IMG_0501.jpg (89965 bytes)
IMG_0504.jpg (81205 bytes)
IMG_0508.jpg (78843 bytes)
IMG_0511.jpg (94212 bytes)
IMG_0513.jpg (74260 bytes)
IMG_0519.jpg (74547 bytes)
IMG_0527.jpg (48802 bytes)
IMG_0531.jpg (74563 bytes)
IMG_0533.jpg (69627 bytes)
IMG_0537.jpg (73808 bytes)
IMG_0540.jpg (54153 bytes)
IMG_0544.jpg (65940 bytes)
IMG_0549.jpg (81559 bytes)
IMG_0551.jpg (82949 bytes)
IMG_0552.jpg (78624 bytes)
IMG_0561.jpg (67891 bytes)
IMG_0564.jpg (67992 bytes)
IMG_0572.jpg (45250 bytes)
IMG_0574.jpg (81827 bytes)
IMG_0575.jpg (83115 bytes)
IMG_0584.jpg (83508 bytes)
IMG_0586.jpg (73384 bytes)
IMG_0589.jpg (41067 bytes)
IMG_1924.CR2.jpg (245255 bytes)
mynd.jpg (113167 bytes)
IMG_1256.CR2.jpg (110140 bytes)
IMG_1260.CR2.jpg (37592 bytes)
IMG_1272.CR2.jpg (47786 bytes)
IMG_1694.CR2.jpg (85590 bytes)
IMG_1709.CR2.jpg (39422 bytes)
IMG_1728.CR2.jpg (129778 bytes)
IMG_1729.CR2.jpg (106855 bytes)
mynd.jpg (113167 bytes)
mynd.jpg (113167 bytes)