Golf Fitness

Hefst aftur 26. febrúar
Hvar: Lambhagi
Tímar: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20:00
Kennari: Grétar Eiríksson
Lengd námskeiðs: 4 vikur
Verð: 14.900 kr.-
Um námskeiðið:
Námskeiðið er ætlað fyrir alla þá sem stunda golf og vilja einnig æfa og bæta líkamlega þætti sem snúa að golfinu. Markmiðið er að nota fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar til að bæta og auka þætti eins og: hreyfisviðið, jafnvægið, snerpuna og kraftinn í golfsveiflunni þinni á markvissann hátt. Með því að bæta líkamlega þáttinn í golfinu þá ert þú að gefa þér aukin tækifæri til að sveifla hraðar, slá lengra, lækka forgjöf og verða almennt betri í golfinu.
ATH. Stærra hreyfisvið, meiri stöðugleiki, aukin snerpa og styrkur eru alls ekki þættir sem henta aðeins golfurum. Þetta námskeið hentar öllum þeim sem vilja þennan ávinning.
Um þjálfarann:
Þjálfarinn er Grétar Eiríksson, íþróttafræðingur BSc, golf leiðbeinandi og nemi í PGA kennaraskólanum á Íslandi. Grétar hefur mikla reynslu af þjálfun og kennslu í íþróttum þar sem hann hefur starfað sem handknattleiksþjálfari, íþróttakennari, styrktarþjálfari og golf leiðbeinandi. Hann starfar nú sem styrktarþjálfari bæði hjá meistaraflokki Golfklúbbs Mosfellsbæjar og hjá meistaraflokki handknattleiksdeildar Víkings.
Upplýsingar
- Hefst aftur 26. febrúar
- Lambhagi
- Kennari: Grétar Eiríksson
Ávinningur
- Fjölbreyttar æfingar
- Þjálfar hreyfisvið
- Eykur sveifluhraða
- Bætir kjarnastyrk
- Styrkir líkamann
- Veitir aukið jafnvægi