Connect using Facebook

Yoga & Gong námskeið

Kaupa námskeið

Hefst 8. janúar

Hvar: Faxafen

Tímar: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20:15 - 21:30

Lengd námskeiðs: 6 vikur

Kennari: Auður Bjarnadóttir

Verð: 13.900 kr.-


Um námskeiðið:

Rólegir tímar í hlýjum sal þar sem við gerum öndunaræfingar, stuttar hugleiðslur og róleg flæði. Vinnum með að tengja saman öndun og hreyfingu, halda stöðum og öndun í stöðunum. Í gegnum tímana er áhersla á núvitund að vera á staðnum og vinna með hugann. Í lok hvers tíma er löng slökun þar sem spilað er á gong á meðan slökun stendur. Gong hefur verið notað í hljóðheilun í þúsundir ára og það hjálpar okkur að slaka á, hreinsa taugakerfið og losa tilfinningar.


Gott er að hafa með sér teppi í tímann, peysu og sokka til að breiða yfir sig í slökuninni. Einnig finnst mörgum gott að hafa eitthvað til að leggja yfir augun, t.d. lítið handklæði eða augnpúða.  


Auður Bjarnadóttir yogakennari kennir á námskeiðinu. Hún lærði hjá Kristbjörgu í Jóga og blómadropaskólanum og hefur sótt námskeið í Gongspilun hjá hljóðheilun hjá Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur og Don Conreaux gong meistara í yfir 40 ár.


Verð miðast við að þú sért meðlimur í Reebok Fitness. Ef þú ert ekki meðlimur þá er fyrsta skref að skrá sig í stöðina hér

ATH: Árskorthafar í sundlaugum geta ekki nýtt námskeið í Holtagörðum, Tjarnarvöllum, Urðarhvarfi og Faxafeni nema vera með virka áskrift sem gildir í þeim stöðvum. 

Upplýsingar

  • Hefst 8. janúar 2019
  • Faxafen
  • Kennari: Auður Bjarnadóttir
Verð 13900 kr.