Connect using Facebook

SúperPÚL

Kaupa námskeið

Hefst 18. mars

Hvar: Kópavogslaug

Lengd námskeiðs: 4 vikur

Tímar: Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 06:30

Verð: 12.900 kr.-

ATH. skráning fer fram á laufeyd@reebokfitness.is 

 

Um námskeiðið:

Námskeið þar sem kennd verða grunnatriði jóga. Farið verður vel í líkamsstöður og hvernig best er að beita sér í jógastöðunum og hreyfingu almennt. Gerðar verða léttar æfingar, með eða án lóða, sem liðka vel og styrkja mjaðmirnar og axlir ásamt styrkjandi æfingum fyrir miðjuna. Hin jógíska öndun, pranayama, verður kennd og hvernig við getum notað hana til að hjálpa okkur í daglegu amstri. Hver tími endar svo á djúpslökun eða jóga nidra. Við kynnum okkur núvitund og bergjum á brunni hinna spennandi jógísku fræða.


Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja drífa sig af stað! Það hentar líka þeim sem eiga við stoðkerfisvandamál eða vöðvabólgu að stríða en langar að hreyfa sig á áhrifaríkan hátt, án þess að eiga hættu á að meiða sig. Tekið verður tillit til hvers og eins og allir fá æfingar við sitt hæfi.


Um kennarann:

Rósa hefur stundað jóga í yfir tuttugu ár. Árið 2014 lauk hún 200 tíma Hot Yoga kennaranámi frá Absolute Yoga Institude.

2017 bætti hún við sig 200 tíma kennaranámi í Iyengar hefðinni frá senior jógakennaranum Francois Raoult. 

Í janúar 2019 dvaldi hún á Indlandi, þar sem hún dýpkaði jógaástundun sína. 

Rósa kláraði einnig kennaranám í Jóga Nidra hjá Matsyendara og Krakka- og unglingajóga frá Little Flower Yoga.

Hún hefur reynt á eigin skinni hvernig það er að eiga við mikla vöðvabólgu, stoðkerfisverki og streitu að stríða og hefur kynnt sér vel hvernig, með þolinmæði og staðfestu, hægt er að laga það með æfingum og lifnaðarháttum. Upplýsingar

  • Hefst 18. mars
  • Kópavogslaug
  • Kennari: Rósa Sturludóttir
Verð 12.900 kr.