Connect using Facebook

Breyttur lífstíll með Magga

Kaupa námskeið

Hefst 15. janúar á Ásvöllum

Opnar fyrir skráningu í desember! 

Hvar: Ásvallalaug

Kennari: Maggi

Tímar: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:30 og laugardaga kl. 10:00

Lengd námskeiðs: 8 vikur 

Verð: 21.900 kr.-

------

Um námskeiðið:

Á námskeiðinu er lögð áhersla á heilbrigðan lífstíl. Eftir námskeiðið munu þátttakendur sjá og finna verulegan mun á sér. Það snýst ekki um egó eða útlitsdýrkun, heldur heilbrigt viðhorf til líkama okkar og jafnvægi í lífinu. "Réttum úr okkur, stöndum stolt". 


Á námskeiðinu er lögð áhersla á hugmyndina um jákvæðan "vítahring". Þjálfunin lætur okkur líða vel og okkur fer að langa að næra okkur betur og hugsa betur um heilsuna á allan hátt og bætt útlit lætur okkur líða enn betur sem bætir enn frekar líðan okkar. Þannig förum við að fúnkera betur í daglega lífinu, verðum sjálfsöruggari og ánægðari með okkur auk þess sem markviss hreyfing eflir heilastarfsemina og bætir andlega líðan. Lögð er mikil áhersla á sérlega áhrifaríkar HIIT æfingar, stuttar æfingar, styrk og brennslu.


Byrjað er á léttri upphitun í ca. 3 mínútur en eftir það taka við fjölbreyttar æfingar sem reyna á allan líkamann. Oftast er unnið í 20-30 sekúndur í hverri æfingu þangað til skipt er um áherslur/vöðvahóp eða tekin stutt pása. Fólk ræður sínum hraða í æfingunum. Í lokin eru svo gerðar styrktaræfingar fyrir miðjusvæðið. Æfingar sem virka svo sannarlega.


Innifalið á námskeiði:

1) Mælingar og viðtöl: Mat á ástandi hvers og eins. Þátttakendur setja sér markmið.

2) Næringarráðgjöf: Farið yfir matarræði og fæðubótarefni, hvað virkar og hvað virkar ekki. Þátttakendur velja sér mataræði eftir markmiðum hvers og eins.

3) Styrktar og þolæfingar í hóp: Magnús kennir stutta og hnitmiðaða tíma. Frekar léttir tímar til að byrja með. Fáum svo fleiri kennara til að taka einn og einn tíma til að kynna þátttakendum mismunandi æfingar. 

4) Æfingarprógram í sal: Þátttakendur fá prógröm í sal sem byggja á ástandi og markmiðum hvers og eins. Magnús leiðbeinir í sal. Ætlast til að þátttakendur fari líka sjálfir utan námskeiðstíma. 


Tökum á því saman og reynum að verða heilbrigðari en við vorum í gær. Ef þú gerir það þá er nokkuð víst að þú sérð breytingu. Raunverulega breytingu, ekki bara á líkamanum, heldur einnig innra með þér. Breytingu sem hefur áhrif á allt okkar daglega líf, sambönd, neyslu, vinnu og nám. Breyttur líffstíll byrjar hjá okkur sjálfum, okkar eigin heilsu, heilbrigði, formi og vellíðan. Og að finna þessa breytingu er það sem gerir það svo skemmtilegt. Að detta í gírinn, breyta um lífsstíl, eflast og styrkjast, líða betur, líta betur út, færast alltaf einu skrefi nær markmiðinu, verða betri útgáfa af sjálfum sér. Það er akkúrat það sem þetta námskeið snýst um.


Um kennarann:

Magnús er reynslumikill þjálfari sem leggur áherslu á heilbrigðan lífsstíl án öfga. Hann er venjulegur íslenskur fjölskyldufaðir sem þekkir af eigin raun að þurfa að taka mataræði og hreyfingu til endurskoðunnar til að finna jafnvægi í lífinu milli vinnu, fjölskyldu og æfinga. Magnús hefur kennt ýmsa hóptíma og námskeiða hjá Reebok Fitness frá opnun stöðvarinnar og leggur mikla áherslu á að vinna með styrkleika hvers og eins, almenna vellíðan og heilsurækt sem jákvæðan lífsstíl. Magnús er með Les Mills þjálfararéttindi og MBA í alþjóðastjórnun.

 

Upplýsingar

  • Hefst 15. janúar 2019
  • Ásvellir
  • Kennari: Maggi
Verð 21.900 kr.