Connect using Facebook

Power Toning

Kaupa námskeið

Reebok Power Toning - URÐARHVARF

Langar þig ekki að tóna kroppinn þinn í vetur?

Þá er Power Toning námskeið fyrir þig.

Power Toning er 8 vikna námskeið þar sem þú færð allt það besta í heitum sal í bland við skemmtilega spinning tíma. Námskeiðið kemur þér í þitt besta form. 

Æft er klukkan 19:20 mánudaga og miðvikudaga og klukkan 19:00 á föstudögum. 

Þetta er æfingaplanið: 

  • Mánudagur - Spinning og heitur styrkur
  • Miðvikudagur - Spinning og heitur toning
  • Föstudagur - Heitur styrkur og toning. 

Leiðbeinandi er Katrín

Námskeiðið kostar 18.900 krónur. 

Ef þú mætir 100% og ert ekki 100% sátt/ur við árangur endurgreiðum við þér námskeiðið!

Til þess að skrá þig á námskeið, þarftu að eiga virkt kort í Reebok Fitness

  • Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.
 

Besta ákvörðun sem ég hef tekið! Árangurinn lét ekki á sér standa:) Ég mæli sko 100 % með þessu flotta námskeiði. Ég var komin með bakverki vegna hreyfingarleysis og vissi að ég yrði að gera eitthvað í mínum málun en frestaði því alltaf að fara í ræktina þar sem mér hefur alltaf fundist það frekar leðinlegt. Ég var fyrst á báðum áttum hvort að þetta námskeið hentaði mér þar sem ég hafði ekki verið í neinni líkamsrækt af ráði í mjög langan tíma en ákvað að prufa og sé svo sannarlega ekki eftir því enda er ég að klára annað námskeiðið mitt núna. Ég hlakka til að mæta í hvern tíma og hefur aldrei liðið jafn vel , ég er laus við bakverkina og ég hef styrkst alveg ótrúlega enda ansi margir cm horfið. Katrín er einn sá besti þjálfari sem ég hef kynnst, hún er alltaf hress og skemmtileg og ótrúlega hvetjandi þannig að maður getur ekki annað en lagt sig 100 % fram í öllum tímunum. Það sem mér finnst líka svo frábært við þetta námskeið er að lögð er áhersla á að allir æfi á sínum hraða og þyngd lóða eftir getu eða jafnvel engin lóð , þannig að það eru allir að fá sem mest út úr tímunum.

Þetta er þitt

  • Æfing 3 sinnum í viku með þjálfara
  • 20% afsláttur í sportpunktum inn á öllum heimasíðum GÁP (gap.is, reebok.is og adidas.is)
  • Brúsi

100% Ánægjuvog

Ef þú mætir 100% og ert EKKi 100% sátt(ur) 

Þá endurgreiðum við þér námskeið að fullu 

Verð 18.900 kr.