Connect using Facebook

Betra Form

Kaupa námskeið

Hefst 6. maí

Hvar: Kópavogslaug

Lengd námskeiðs: 4 vikur

Tímar: Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 09:00

Verð: 14.900 kr.-

Ath. skráning á námskeiðið í Kópavogslaug fer fram á rosasturlu@hotmail.com

 

Um námskeiðið:

Námskeið fyrir þau sem vilja byrja að hreyfa sig!

Rósa mun byggja tímana upp á jóga í bland við léttar HIIT æfingar, þar sem þolið verður þjálfað.

Einnig verða gerðar æfingar með teygjum og lóðum til að styrkja líkamann. Hin jógíska öndun, Pranayama, verður kennd og hvernig við getum nýtt okkur hana til að hjálpa okkur í daglegu amstri.


Hver tími endar á djúpslökun eða jóga nidra. 


Kennt verður þrisvar í viku ásamt vikulegum fræðslupósti frá kennara.


Um kennarann:

Rósa hefur stundað jóga í yfir tuttugu ár. Árið 2014 lauk hún 200 tíma Hot Yoga kennaranámi frá Absolute Yoga Institude. 2017 bætti hún við sig 200 tíma kennaranámi í Iyengar hefðinni frá senior jógakennaranum Francois Raoult. Í janúar 2019 dvaldi hún á Indlandi þar sem hún dýpkaði jógaástundun sína. 


Rósa kláraði einnig kennaranám í Jóga Nidra hjá Matsyendara og Krakka- og unglingajóga frá Little Flower Yoga. 


Hún hefur reynt á eigin skinni hvernig það er að eiga við mikla vöðvabólgu, stoðkerfisverki og streitu að stríða og hefur kynnt sér vel hvernig, með þolinmæði og staðfestu, hægt er að laga það með æfingum og lifnaðarháttum.


Upplýsingar

  • Hefst 6. maí
  • Kópavogslaug
  • Kennari: Rósa Sturludóttir
Verð 14.900 kr.