Connect using Facebook

Body Pump

BodyPump® er eitt vinsælasta æfingakerfi heims og er hluti af fitness risanum LesMills International!

Leyndarmálið á bak við BodyPump er kallað THE REP EFFECT og er bylting í styrktarþjálfun sem skilar mælanlegum breytingum á líkamanum. Árangurinn í BodyPump er fólginn í markvissu álagi með því að þreyta vöðvana þangað til að við getum ekki meir í hverri æfingu.


Ummæli frá BodyPump þjálfara okkar

Allur líkamann er tekinn fyrir á hverri æfingu og pössum að hafa jafnvægi á milli vöðvahópa. Þannig gefur BodyPump þér sterkt bak, vel mótaðar axlir, tónaða handleggi, sterka og granna fætur, stinna kviðvöðva...og síðast en ekki síst...grjótharðan kúlurass. Æfingarnar fyrir hvern þessara vöðvahópa miða að því að þú brennir kaloríum og missir fitu á markvissan hátt á meðan þú byggir upp sterka vöðva án þess að bæta á þig. Við leggjum mikla áherslu á að gera æfingarnar rétt og hver og einn ræður sinni þyngd í æfingunum þannig að allir geta tekið góða æfingu á sínum forsendum.

 

Magnús Þór, viðurkenndur LesMills Þjálfari í Reebok Fitness

 

 

Eru þessir timar alltaf eins? Stutta svarið er já! Langa svarið er að við fylgjum ákveðinni aðferðafræði og forskrift sem er aðalsmerki LesMills og í raun það sem Reebok Fitness er að kaupa með því að borga fyrir leyfin frá þeim. Það er nefnilega ekki tilviljun að BodyPump hefur verið vinsælasti hóptími í heimi í 25 ár en kerfið hefur verið í stöðugri þróun allar götur síðan og alltaf koma einhverjar nýjungar með hverri nýrri útgáfu frá LesMills. Þetta er ykkar trygging fyrir því að þetta er úthugsað prógram sem sannarlega virkar. Það tryggir líka að það er sama hver er að kenna og í hvaða stöð þið eruð, BodyPump fylgir þessari aðferðafræði. Ef kennarinn gerir það ekki missir hann réttindin sín. Við fáum nýjar útgáfur 4 sinnum á ári og þess á milli eru kennararnir oft að skipta út æfingum þannig að þetta er auðvitað ekki alltaf eins. En við fylgjum alltaf ákveðinni röð æfinga og aðferðafræði LesMills í BodyPump tímunum.

 

Vertu með á FB grúbbu okkar!  

 

Meira um BodyPump & playlisti tímansHvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!
Ávinningur

  • Mikil brennsla 
  • 540* kaloríur í hverjum tíma!
  • Langir og tónaðir vöðvar
  • Aukin grunnbrennsla
  • Góð tækni
  • Mikill styrkur
  • Frábær félagsskapur
  • Gleði!