Connect using Facebook

PowerFit Tabata

PowerFit Tabata er frábær leið til að komast í eða viðhalda góðu formi. Hörku sviti, brennsla og góð stemning er það sem einkennir tímann! Lögð er áhersla á styrkar- og þolþjálfun. Markmiðið er alltaf að styrkja allan líkamann og hafa æfingarnar sem fjölbreyttastar. Unnið er í lotum og auðvelt fyrir iðkendur að stýra álaginu sjálfir.

 

  

„PowerFit Tabata eru snilldar tímar. Er búin að stunda þessa tíma 2x í viku síðast liðna 6 mánuði og finn mikin mun á mér í styrk og getu. Mæli sterklega með þessum tímum. Svava er frábær kennari sem hvetur okkur áfram.“

-Sigríður Fanney Pálsdóttir

 

,,Tímarnir eru fyrir alla, einstaklingurinn ræður algjörlega ferðinni, hvað hann hefur þungt, hvað hann vinnur hratt og hvenær hann þarf að fá sér pásu. Þetta eru æfingar fyrir alla, oftast gefnir valmöguleikar á æfingum. Hressandi go upplífgandi tímar fyrir sál og líkama. Yndislegt að byrja daginn á þessum tímum og ekki skemmir fyrir hvað kennarinn er líflegur, skemmtilegur og hefur góðan tónlistarsmekk.“

-Rut Sigurborgar-Jónsdóttir 

 

Sjá hóptímatöflu á forsíðu

  

 


 Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!