Connect using Facebook

From THE Ground UP

From The Ground Up

Hér við blöndum saman æfingum úr Barre, Buttlift og Core. Við settum saman geggjuðan tíma sem þú munt klárlega falla fyrir. Þetta snilldar combó virkar á þá sem vilja blanda saman þessum þremur kerfum og skilar þér topp árangri. Vinnum rólega en krefjandi með bak, kvið og rassvöðva. Þetta er snilldar combó sem þú verður að prufa!

Tíminn byrjar á gólfæfingum og síðan er unnið rólega í átt að standandi æfingahlutanum....

Tímarnir eru kenndir í heitum sal. Notaðir eru létt lóð, teygjur og eigin líkamsþyngd og barrestöng. 

 

Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Ath. að til þess að skrá þig í hóptíma þarftu að vera meðlimur Reebok Fitness. Ef þú ert ekki meðlimur getur þú byrjað á að græja það hér.

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!


Ávinningur

  • Stekari rassvöðvar
  • Mjúkir tímar
  • Sterk miðja
  • Frábær blanda
  • Hentar öllum