Connect using Facebook

Trampolin Fitness

Trampólín Fitness 

Hér er á ferð sambland af skemmtum, brennslu og svita. Þú gleymir þér algjörlega á trampolininu og tekur vel á því. Tímarnir eru byggðir upp á eftirfarnadi hátt: Kennsla á trampolinið og tækni, upphitun, grunnsporin kennd, aukin ákefð er svo byggð upp. Einnig eru gerðar styrktaræfinar á trampolininu ásamt kvið æfingum og kjarna.

Kennt í Holtagörðum.

Þú verður að prófa þennann! Þessi tími hentar öllum sem vilja eitthvað alveg nýtt og hrikalega skemmtilegt. Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!


Ávinningur

  • Brennsla
  • Fjör
  • Sviti
  • Lítið álag á liði og liðamót
  • Aukinn styrkur