Connect using Facebook

FitBall

FitBall eru áhrifaríkir og öflugir tímar til að styrkja vöðva alla líkamans með stóran bolta að vopni. Lögð er áhersla á djúpvöðvana, t.d. á "core" svæðið (búkur) sem hjálpar okkur meðal annars að viðhalda eða skapa fallega og góða líkamsstöðu og auka jafnvægi.

Unnið er aðallega með boltann og eigin líkamsþyngd en einnig gæti verið gripið í létt lóð og teygjur. 

FitBall eru sérstaklega góðir tímar fyrir þá sem þurfa að fara varlega með bak og styrkja grindarbotn. Tímarnir enda á góðum teygjum, slökun og núvitundarhugleiðslu og næra því sál og líkama. Henta byrjendum jafnt sem afreksíþróttafólki. FitBall tíminn er kenndur í train sal.


Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!