Connect using Facebook

Hot Barre

Langar þig í fallega mótaðan líkama? Þá er þetta tími fyrir þig.

Hot Barre er eitt af vinsælustu og árangursríkustu æfingarkerfum í heiminum í dag. Barre er byggt á grunni dansþjálfunar með áherslu á styrktaræfingar við balletstöng og á gólfi.

Unnið er með að teygja og styrkja djúpvöðvana, móta fallegar línur með auknum liðleika, styrk og réttri líkamsstöðu. Æfingarnar eru rólegar en krefjandi.

 

Tíminn er kenndur í heitum sal, 35 gráður, til að fá auka liðleika og vellíðan í líkamann.


Sjá hóptímatöflu á forsíðunni.


Sjá myndband úr tímanum.


Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!

 
Ávinningur

  • Fallegar línur
  • Sterkir djúpvöðvar
  • Aukin liðleiki
  • Styrkur
  • Tónaðir vöðvar
  • Betri líkamsstaða
  • Minni vöðvabólga
  • Vellíðan