Connect using Facebook

Spinning

Frábærir hjólatímar fyrir alla sem vilja styrkja sig og bæta. Þú átt von á miklum svita, aukið þol og sýnilegur árangur ef markmiðið er að brenna fitu. Hér er allt sett í botn í þessum vinsælu tímum, ljósin slökkt og diskó ljósin á.Sjá hóptímatöflu á forsíðunni.


Myndband úr hjólatíma.


Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!Ég mæti í spinning í Reebok Fitness því þar er aðstaðan til fyrirmyndar ásamt því að faglegir og meiriháttar hressir spinning þjálfarar búa til frábæra stemmingu sem er mjög hvetjandi. Einnig þarf ég ekki að mæta löngu áður en tíminn byrjar til að fá hjól heldur skrái ég mig fyrirfram í tímann á netinu. Telma Þrastardóttir 26 ára

Ávinningur

  • Aukin brennsla
  • Meira þol
  • Aukin grunnbrennsla
  • Bætt úhald
  • Betri líðan
  • Sviti
  • Gleði!