Connect using Facebook

KrakkaYOGA


Þessi tími er fyrir börn frá 3-7 ára ára aldri. 

Krakkayoga er skemmtilegt yoga fyrir káta krakka, byggt á hefðbundnu yoga æfinga kerfi. Við byrjum á að gera auðveldar öndunaræfingar, reynum á styrk, liðleika, jafnvægi og slökum svo vel á í lok tímans. Við leikum okkur að búa til fjall og tré og svo getum við líka verið borð og stóll. Við leikum kisur og hunda, slöngur og froska, górillur og ljón, fiðrildi og fálkar.
Mikilvægt að mæta í þægilegum fötum sem gott er að hreyfa sig í.

Pabbi og Mamma eru velkomin með en þau geta líkað skellt sér í tækjasalinn á meðan við sprellum.

ATH. Til að skrá barn þarf foreldri að skrá sig á sínum aðgang í tímann, til að festa pláss fyrir sitt barn/börn.


Hvenær get ég skráð barnið mitt í tíma?

Ath. að til þess að skrá barnið í hóptíma þarf foreldri að vera meðlimur Reebok Fitness. Ef þú ert ekki meðlimur getur þú byrjað á að græja það hér.

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!