Connect using Facebook

Styrkur&boltar

Lýsing á hóptíma:

Mjúkur styrktartími með fjölbreyttar æfingar fyrir allan líkamann.


Tíminn er kenndur í innrauðum hita (38-40°) með góðri slökun og teygjum í lokin.


Hver og einn ræður sínum þyngdum og álagi en unnið er með eigin líkamsyngd, létt handlóð, teygjur og stóran bolta. Áhersla er lögð á að þjálfa og styrkja kjarnavöðva líkamans sem bætir líkamsstöðu, eykur jafnvægi og stuðlar að almennri vellíðan. 


Frábærir tímar fyrir bæði karla og konur sem vilja auka styrk, bæta jafnvægi og liðleika.


Tímarnir eru kenndir mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 12:00 í Faxafeni. Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!

Ávinningur

  • Styrkir kjarnavöðva líkamans
  • Bætir líkamsstöðu
  • Eykur almennan styrk
  • Bætir jafnvægi og liðleika