Connect using Facebook

SixPackAttack Nýr tími

 SixPackAttack 

Þennan flotta tíma verður þú að prófa! stanslausar æfingar keyrðar á kvið, bak og mjaðmasvæði. Tíminn er 30 mín þar sem við keyrum æfingar fyrir kvið og svo bak/kjarna..mjaðmir. Tíminn byrjar á stuttri upphitun svo er keyrt af stað í æfingar. Í lok tíma eru gerðar teygjur.Við notum, handlóð og lóðaplötur, teygjur í þessum tíma en það getur hver og einn stjórnað sínum þyngdum sjálfur og fylgt eftir í æfingum án búnaðar ef vill.

Þessi tími hentar öllum sem vilja krefjandi þjálfun og hvatningu!

Þú verður ekki svikin af því að prufa, og árangurinn lætur ekki  á sér standa.


Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.


Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

https://www.reebokfitness.is

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!
Ávinningur

  • Tónaðir kviðvöðvar
  • Sterkari kviður
  • Skjótur árangur
  • Krefjandi æfingar
  • Sterk miðja og mjaðmasvæði