Connect using Facebook

CardioFit

Viltu komast í þitt besta form? Þá er CardioFit fyrir þig. Æfingakerfið hefur farið sigurför í líkamsræktarheiminum, þær eru bæði árangursríkar og fjölbreyttar æfingar sem tryggja hámarksbrennslu og styrk.

 

Unnið er í lotuþjálfun með eigin líkamsþyngd, bjöllur, lóð og annað sem þjálfari ákveður hverju sinni. Mikil ákefð í snörpum lotum með hvíld á milli (HIIT-High Intensity Interval Training).


Sjá hóptímatöflu á forsíðunni. 


Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!


Frábærir tímar loksins fann ég tíma sem ég elska.

Ávinningur

  • Aukin grunnbrennsla
  • Allt að 48 tíma aukin brennsla eftir tímann
  • Bætt úthald
  • Betri líðan