Connect using Facebook

Hjól- Coach by Color

Vissir þú af þessum vinsælu wattahjólum sem hafa slegið í gegn hjá Reebok Fitness. Við vinnum í litum í Hjól - Coach by Color! 
Litirnir eru hvítir, blár, grænn, gulur og rauður og gefa þeir til kynna álagið sem við erum að vinna á, rauður er þyngstur og hvítur er nánast hvíld.
Í þessum tímum eru allir jafnir - hvort sem þú ert að byrja eða búin að vera hjólameistari í mörg ár. Það er vegna þess að við erum gefnar forsendur (aldur,kyn,þyngd, osfv) og förum í watta prófið*, þar fáum okkar persónulega tölu sem við vinnum í að bæta. Þetta gefur okkur það tækifæri að allir geti gert sömu æfingar þrátt fyrir mismunandi getu. 

Þetta æfingakerfi er að setja hjóla þjálfun á miklu hærri standard. I þessum tíma er spiluð hvetjandi tónlist sem fær þig til að gleyma þér i gleðinni!


Sjá hóptímatöfluna á forsíðunni


 

Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!