Connect using Facebook

Gong slökun

Gong slökun eru mjög rólegir tímar. Í upphafi gerum við einfaldar og rólegar teygjur og öndunaræfingu. Síðan leggjumst við í slökun í um 40 mínútur meðan spilað er á Gong og önnur tónheilunar hljóðfæri eins og t.d. söngskálar. 

 

Tíminn er kenndur í volgum sal.

 

Best er að vera í þæginlegum, víðum fötum og sokkum. Gott er að taka með sér teppi eða peysu til að leggja yfir sig í slökuninni. Allir geta komið í Gong slökun, ekki er þörf á neinum undirbúningi eða sérstakri þekkingu til að vera með. 

 

Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Ath. að til þess að skrá þig í hóptíma þarftu að vera meðlimur Reebok Fitness. Ef þú ert ekki meðlimur getur þú byrjað á að græja það hér.

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!