Connect using Facebook

Hot Yoga


Yogatími í heitum sal. Hitinnn er 40 gráður og rakastig um 35-40%. Hitinn gerir það að verkum að þú kemst dýpra inn í stöður og teygjur. Lögð  er áhersla á einbeitingu og opnun liðamóta,  eykur blóðflæði, orkuflæði og jafnvægi. Yoga ástundun hjálpar okkur að ná fullri líkamlegri, andlegri og huglægri heilsu og halda henni og njóta lífsins til fulls

Mælt er með að þú takir vatn með þér og allir þurfa vera með handklæði til að setja yfir yogadýnuna. Skór eru ekki leyfðir í yogasalnum. 

Samstarfsaðili Reebok Fitness  GÁP  í Faxafeni selur sérstök Hot Yoga handklæði sem koma í veg fyrir að þú rennir til á dýnunni.

 

Meðlimir Reebok Fitness fá 15% afslátt í GÁP. 


Sjá hóptímatöflu á forsíðunni.

Myndband úr HotYoga í Reebok Fitness.


Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!

Ávinningur

 • Aukinn liðleiki.
 • Sterkari líkami.
 • Róar hugann.
 • Lærum að slaka á og gefa eftir.
 • Bætir einbeitingu.
 • Betri líkamstaða.
 • Aukið sjálfstraust.
 • Eykur brennslu.
 • Bætir meltingu.
 • Getur lagað bakverki.
 • Aukin líkamsvitund.
 • Aukin orka.
 • Bætir svefn.
 • Eykur heilbrigði og andlegan þroska einstaklings.
 • Minnkar streitu.
 • Bætum sambandið við okkur sjálf og aðra.
 • Eykur jafnvægi og orkuflæði líkamann.