Connect using Facebook

Infrared Zumba

Infra Zumba Fitness tíminn hentar þeim sem vilja stunda skemmtilega líkamsrækt, með samblöndu af dansi, fitness æfingum og mikilli og góðri brennslu í volgum sal.  Notast er við suður ameríska tónlist í bland við vel valda hittara og því verður stuðið og fjörið mikið.  Það geta allir verið með því sporin eru einföld og tónlistin grípandi.  Infra Zumba er fyrir þá sem vilja mikinn svita, mikið fjör og stemningu!!! 

 

Kennt 17:30 í Faxafeni 14 á mánudögum og miðvikudögum í 45 mínútur

 

Sjá hóptímatöflu á forsíðunni. 


Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!