Connect using Facebook

Fimleikateygjur

Fimleikateygjur er tími sem er fyrir alla á öllum aldri og getustigum!

Þessi 30 mín snarpi tími er einkar áhrifaríkur og ögrar líkamanum, við förum í þessar klassísku teygjur sem eru notaðar í fimleikum. Lögð verður áhersla á að fara djúpt í í teygjurnar og halda teygjum í réttri líkamsstöðu í ákveðinn tíma. Einnig verður lögð áhersla á teygjur um axlir og axlargrind ásamt öðrum skemmtilegum teygjum fyrir allan líkaman.

Prófaðu þennan!

Kennari: Katrín

Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!


Ávinningur

  • Aukinn liðleiki
  • Minni líkur á meiðslum
  • Bætt líkamsstaða
  • Vellíðan