Connect using Facebook

Hot Body


Hot Body Er alhliða styrktartími fyrir allan líkaman, unnið er rólega með handlóðum, teygjum eigin líkamsþyngd og fl.
Mikil áhersla lögð á alhliða styrk Hot Body.

 

Tíminn hentar byrjendum og lengra komnum.
Tíminn er kenndur í heitum sal.

 

Markmiðið með Hot Body er að styrkja allan líkaman auk kviðæfinga. Skemmtileg tónlist þar sem þú tekur vel á því. Hiti í salnum er 37-38 gráður

 

Extra Hot Body...er nákvæmlega eins tími, nema að salurinn er 39-40 gráður og hentar þeim sem eru vanir æfingum í hita.

 

Mundu að taka með þér vatn og handklæði í þessa tíma.


Sjá hóptímatöflu á forsíðunni.

Hot Body playlisti Rakelar


Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!

Ávinningur

  • Styrkleiki
  • Vellíðan
  • Sterk miðja
  • Aukin liðleiki
  • Sterkir djúpvöðvar
  • Brennsla