Connect using Facebook

Trigger Point Pilates

Vilt þú minnka vöðvabólguna, draga úr þreyttum vöðvum eða bara slaka vel á í heitum sal?

Þá mælum við með Trigger Point Pilates. Hér losum við um stífa vöðva og vöðvahimnuna sem umlykur líkamann. Þetta hjálpar þér að minnka eymsli og verki, ná góðri slökun og minnka stress.

Í tímanum er notast við rúllur, teygjur og tvennskonar mismunandi bolta. 

 

Sjá hóptímatöflu á forsíðunni.

 

Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!