Connect using Facebook

Bumbulínur & Kríli Taktu barnið með á æfingu!

Opnir tímar í Reebok Fitness haustið 2019

Hér eru á ferð rólegir og styrkjandi tímar fyrir konur á meðgöngu* og þær sem eru með lítil kríli með sér. Við munum eiga notalega stund saman í volgum sal, gera æfingar og styrkja okkur. Við tökum okkur auðvitað tíma í það að spjalla og deila reynslu okkar, einnig mun Katrín smella inn skemmtilegum fróðleik inn á milli enda reynslubolti sem á von á sínu 5 barni:) Þessir tímar eru  fyrir þær sem vilja stunda rólega og örugga líkamsrækt eftir barnsburð og að sjálfsögðu eru krílin velkomin með í tímann. 

Tímarnir eru fjölbreyttir og samanstanda af þol- og styrktarþjálfun.


Athugið að lyfta er í húsinu og tilvalið að taka vagn eða annað slíkt með.

Kennari er Katrín Björk

Vinsamlega athugið: miðað er við að kríli sem mæta í tímann séu ekki eldri en 12 mánaða, gott er að taka með eitthvað leikfang, teppi og hafa barnið léttklætt á meðan tímanum stendur.

*Mikilvægt er að ræða við sína ljósmóður eða lækni ef þú ert í einhverjum vafa um að þú getir stundað líkamsrækt eða ert með undirliggjandi vandamál sem þarfnast sérúrræða eða æfinga sérfræðinga.


Verð miðast við að þú sért meðlimur í Reebok Fitness. Ef þú ert ekki meðlimur þá er fyrsta skref að skrá sig í stöðina hér.

ATH: Árskorthafar í sundlaugum geta ekki nýtt námskeið í Holtagörðum, Tjarnarvöllum og Urðarhvarfi nema vera með virka áskrift sem gildir í þeim stöðvum.Ávinningur

  • skemmtileg samvera
  • Styrkjandi æfingar eftir barnsburð
  • Góður félagsskapur
  • Hentar líka á meðgöngu
  • Kríli velkomin með frá 0-12 mánaða
  • Fróðleikur
  • FRÍTT fyrir meðlimi Reebok Fitness