Connect using Facebook

Reebok Fit

Við höfum sett saman frábæran tíma fyrir þig. Villtu alvöru brennslu og átök? Þá er Reebok Fit málið. 

 

Hér spila allir þættir í líkamlegri getu inn í hvort sem það er þolið eða styrkurinn. Mikið er notast við alls kyns stöðvar með eigin líkamsþyngd og lóðum. Mikil keyrsla og stuttar pásur. Þjálfunin hentar öllum og kemur fólki í form á skemmtilegan og hvetjandi hátt. Tímarnir eru mjög fjölbreyttir og taka fyrir allan líkamann, m.a. með þrekþjálfun, stöðvaþjálfun, tabata og kviðæfingum.

 

Ef þú villt fjölbreytileika í æfingarkerfið hjá þér, þá er þetta tími fyrir þig! Sviti, fjör, stuð og stemning og skemmtileg tónlist.

 

Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!