Connect using Facebook

Zumba

Sumir segja að Zumba sé ein skemmtilegasta hreyfing í heimi og það besta við Zumba er að hitaeiningarnar fjúka... án þess að þú takir eftir því.

 

Þessir tímar eru alltaf vel sóttir, minnum á mikilvægi þess að skrá sig tímanlega til að ná plássi. 


Sjá hóptímatöflu á forsíðu.


Myndband af Zumba í Reebok Fitness. 

 

Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!Það er hreinlega ekki annað hægt en að elska Zumba! Ekki nóg með hvað þetta er ótrúlega góð líkamsrækt en þá er þetta líka bara svo skemmtilegt og fjölbreytt. Að mæta í zumba er eins og að mæta í partý nokkrum sinnum í viku þar sem markmiðið er að syngja og dansa eins og þú eigir lífið að leysa. Svo má ekki gleyma kennurunum sem eru snillingar- hressleikinn alltaf í hámarki hjá þeim sem er þvílíkt smitandi :D Sigríður Elísabet Árnadóttir 25 ára