Connect using Facebook

Morgunþrek

Morgunþrek

Fjölbreyttir, krefjandi en umfram allt skemmtilegir tímar. Í tímunum er notast við hin ýmsu æfingaform s.s tabata, stöðvaþjálfun og "AMRAP (as many rounds as possible)". Enginn hluti líkamlegrar getu verður ósnortinn eftir tímann, hvort sem það er þol, styrkur eða liðleiki.


Mikið er notast við skemmtilegar þolæfingar, æfingar með eigin líkamsþyngd, ketilbjölluæfingar, lóðaþjálfun, þrekpalla, æfingabolta og teygjur svo fátt eitt sé nefnt.
Morgunþrek eru tímar fyrir þá sem vilja komast í gott alhliða form sem nýtist allt árið um kring.

 

Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!