Connect using Facebook

GRIT

GRIT Series er hluti af fitness risanum LesMills International og er hver tími 30 mínútur! Tíminn er því tilvalin fyrir þá sem vilja ná hámarksárangri í ræktinni og vilja nýta tímann sinn vel. Tímarnir eru byggðir þannig upp að alltaf er byrjað á léttri upphitun í 3 mínútur, eftir það taka við fjölbreyttar æfingar sem reyna á allan líkamann. Oft er unnið í 20-30 sekúndur í hverri æfingu þangað til skipt er um áherslur/vöðvahóp, eða tekin stutt pása. Í lokin eru svo gerðar styrktaræfingar fyrir miðjusvæðið. Fólk ræður iðulega sínum hraða í æfingunum.

   


Gleymdu því að hanga lengi í ræktinni – 30 mínútur er allt sem þarf!

 

„Ég vil vita að æfingin skili árangri. Ég hef nóg að gera og hef ekki tíma í einhverja vitleysu. GRIT kemur mér í gang, í hvert skiptir, alltaf.“ #ThatsWhy

-Khiran Huston


Sjá hóptímatöflu á forsíðunni.


Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!