Connect using Facebook

60 ára og eldri

60 ára og eldri hóptímarnir eru einstaklega góðir tímar í góðum félagsskap fyrir alla sem eru 60+.

Þessir tímar eru rólegir en krefjandi þar sem lögð er áhersla á að viðhalda styrk og liðleika. 

 

Kennt er þrisvar sinnum í viku í Kópavogslaug

Mánudagar og fimmtudagar er notast við lóð, allur líkaminn tekin fyrir og kviður.

Þriðjudagsæfingarnar eru notast við eigin líkamsþyngd, styrktar – stöðu og jafnvægisæfingar.

 

Í þessum tíma fara allir á sínum hraða. Þessir tímar henta konum og körlum sem eru 60 ára og eldri. 


Sjá hóptímatöfluna á forsíðunniHvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!


Ávinningur

  • Aukin liðleiki
  • Viðhalda styrk
  • Félagsskapur
  • Vellíðan
  • Aukin grunnbrennsla