Connect using Facebook

Body Combat

BODYCOMBAT hluti af fitness risanum LesMills International! Það þýðir að æfingar og tónlist eru útbúnar frá LesMills og aðeins viðurkenndir LesMills kennarar hafa rétt að kenna þennan tíma.

Tímarnir henta öllum þeim sem vilja svitna og taka vel á því þar sem þú brennur allt að 740 kaloríur* í hverjum tíma!


Ummæli frá Body Combat þjálfara okkar:

Body Combat er stútfullur tími af höggum, spörkum og öðrum æfingum úr heimi bardagalistarinnar. Í tímanum eru gerðar æfingar í takt við sérútbúna tónlist og þó þetta séu bardagaæfingar þá er enginn andstæðingur, heldur skuggabox eða ímyndaður andstæðingur, þannig það er engin snerting við aðra iðkendur.

Þú vinnur á öllum líkamanum og þolið eykst með hverjum tíma. Ótrúlega stresslosandi, skemmtilegur og fjörugur tími þar sem þú getur algjörlega verið á þínum hraða. Þjálfarinn sýnir ávallt valmöguleika á hvaða stígi þú vilt taka æfingarnar, rólega eða af fullri hörku. Þitt er valið!

Guðný Jóna, Body Combat og hóptíma þjálfari í Reebok Fitness

 

„Punch and kick your way into knockout shape. BodyCombat will train your whole body and get you fit, fast and strong. Unleash and empower yourself.“

-LesMills


Meira um BodyCombat & playlisti tímans


Sjá hóptímatöflu á forsíðunni.


Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!

 


Ávinningur

  • Hámark brennsla
  • 740* kaloríur í hverjum tíma!
  • Langir og tónaðir vöðvar
  • Flott bak
  • Snerpa
  • Aukin grunnbrennsla
  • Góð tækni
  • Mikill styrkur
  • Vellíðan