Connect using Facebook

Body Balance

Body Balance er styrkjandi tími sem tónar vöðva líkamans og losar um stífa og auma vöðva. Bætir líkamsstöðu, styrk, liðleika, andlega og líkamlega meðvitund. Notast er við virka öndun, einbeitingu, vel útfærðar teygjur, hreyfingar og æfingar sem framkalla aukið samræmi og jafnvægi líkamans.

Unnið í 35 °C heitum sal. Notuð er eigin líkamsþyngd. Vinnum rólega en krefjandi með alla helstu vöðva líkamans. Mikil áhersla á jafnvægi, kvið og bak og góðar teygjur og slökun í lok tímans. Þú verður sterkari, liðugri og hressari eftir þennan tíma. Hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum.

 

Sjá hóptímatöflu á forsíðunni.