Connect using Facebook

Shape

Shape eru grjótharðir tímar sem byggja á vaxtamótandi æfingum . Farið er yfir alla helstu vöðvahópana með lóðum og stöngum. Unnið er með kvið og bak í lok tíma. Þetta er kröftugur tími sem þú mátt ekki missa af! Hentar vel byrjendum og lengra komnum.

Ef þú vilt komast í form þá eru þetta tímar fyrir þig!


Sjá hóptímatöflu á forsíðunni.


Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!
Ávinningur

  • Aukin grunnbrennsla
  • Tónaðir/mótaðir vöðvar
  • Betri líðan
  • Aukið vöðvaþol
  • Eftirbruni
  • þú stjórnar þyngdum