Connect using Facebook

Core Fitness

Í Core Fitness er unnið með kraft, styrk og stöðugleika. Core vöðvar eru ekki eingöngu sixpack og félagar heldur allt svæði frá herðum niður að mjöðmum og mynda þeir þéttan grunn fyrir líkamann og auka þeir styrkingu fyrir líkamann til að halda sér  í uppréttri stöðu .

Core þjálfun eykur stöðugleika í kringum hrygginn sem hefur áhrif á líkamsstöðuna og hvernig við berum okkur dagsdaglega. Functional Core þjálfun snýst um að æfa hreyfingar sem auka styrk fyrir dagleg verkefni.  Að ögra búkvöðvunum á þennan máta eykur ekki bara jafnvægi og styrk heldur gerir líka þennan tónaða líkama sem svo margir eru að leita eftir.

Core Fitness er kennt í heitum sal. 

Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!Ávinningur

  • Sterk miðja
  • Styrkur
  • Betri gunnbrennsla
  • Flottar línur
  • Brennsla
  • Vellíðan