Connect using Facebook

Mobility MIXDynamic Mobility MIX eru einstaklega góðir tímar fyrir þá sem vilja bæta styrk, hreyfanleika og jafnvægi. Auka hreyfigetu sína á sem skilvirkastan hátt. Æfingarnar byggjast á hreyfingum í gegnum alla vöðvakeðju líkamans í gegnum mismunandi samsettar æfingar ásamt styrktaræfingum.

Markmið tímans er að bæta hreyfanleika þinn í öllum eða einstökum liðamótum, styrkjast og auðvelda þér lífið í daglegum athöfnum. Unnið er með eigin líkama, lóð, teygjur og diska. Hver tími endar á góðum teygjum/liðleikaæfingum.


Dynamic Mobility MIX  er kenndur í heitum sal þar sem hitinn er á bilinu 37 - 39°C. 


Hvenær get ég skráð mig í tíma?

Ath. að til þess að skrá þig í hóptíma þarftu að vera meðlimur Reebok Fitness. Ef þú ert ekki meðlimur getur þú byrjað á að græja það hér.

Skráning í tíma opnar 48 klst. áður en tíminn hefst.

Nauðsynlegt er að skrá sig í alla tíma. 

Hægt er að bóka sig í tímann þar til hann hefst. 

 

Ertu skráð/skráður í tíma en kemst síðan ekki?

Þá er mikilvægt að afskrá sig 1 klst áður en tíminn hefst. Eftir það er ekki hægt að afskrá sig. 

 

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi skráninga er í öllum tímum nema morguntíma frá kl. 6-8 er ekki lágmarksfjöldi. 

Ef lágmarksfjöldi skráninga næst ekki þegar 1 klst er þar til tíminn hefst fellur tíminn niður. Ef hóptími fellur niður er send tilkynning með sms eða tölvupósti á þá sem eru skráðir. 

 

Hvað þýðir gulur og grænn?

Gulur tími þýðir að tíminn hefur ekki náð lágmarki eða ekki er búið að opna fyrir skráningu. 

Grænn tími þýðir að tíminn er orðinn virkur og verður kenndur!

Ávinningur

  • Aukinn hreyfanleiki
  • Styrkleiki
  • Aukin liðleiki
  • Betra jafnvægi
  • Betri líkamsstaða
  • Brennsla
  • Vellíðan