Connect using Facebook

ALHLIÐA ÞJÁLFUN

CrossFit er alhliða styrktar- og úthaldsþjálfun sem byggist upp á stöðugt breytilegum æfingum. Æfingakerfið miðar að því að undirbúa iðkendur þess til að takast á við líkamlegar áskoranir af hvaða tagi sem er án þess að sérhæfa sig í neinni grein.

SKALAÐ EFTIR GETU

Allar æfingar í CrossFit má skala niður í erfiðleika sem gerir öllum sem vilja stunda þær kleift að stunda þær, óháð reynslu. Sömu æfingar eru notaðar af eldri einstaklingum með hjartasjúkdóm og bardagaíþróttamönnum í keppnisformi. Þyngdir og álag eru sköluð niður, uppbyggingu æfinga er ekki breytt.

CrossFit æfingar eru árangursmiðaðar og því mælanlegar. Öllum er kleift að stunda þær og allir njóta góðs af þeim.

CROSSFIT KATLA

CrossFit Katla er í Holtagörðum  Reebok Fitness. Til að skrá sig í Kötlu þarf að fara á Crossfitkatla.is. Allir sem æfa í CrossFit Kötlu verða að ljúka Grunnnámskeiði í CrossFit, hvort sem það er hjá okkur eða tekið hjá annari CrossFit stöð.

Heimasíða: www.crossfitkatla.is
Facebook: facebook.com/crossfitkatla