Connect using Facebook
21.10.2020 15:37

Lokað í Reebok Fitness vegna samkomubanns

Kæru viðskiptavinir
 
Eftir helgina gætti ruglingslegs misræmis milli minnisblaðs sóttvarnalæknis og loks reglugerðar heilbrigðisráðherra.
Við lögðumst undir feldinn og íhuguðum okkar skref mjög varlega.  Opnuðum ekki fyrir mjög takmarkaða hóptíma í gær  þriðjudag þrátt fyrir að það væri þá heimilt.  Þess í stað ákvaðum við að leggja það undir allt okkar fólk, starfsfólk, meðlimi og fylgjendur á Facebook - með þessari tilkynningu:
https://www.facebook.com/reebokfitness.is/posts/4003614779655025
Hvort finnst þér? Eftir fréttir helgarinnar stóð til að við gætum loksins opnað fyrir hópatíma frá og með þriðjudegi. Það kom okkur síðan í opna skjöldu að heyra misvísandi tilmæli milli...
www.facebook.com


Viðbrögðin létu ekki á sér standa - rúmlega níuhundruð atkvæði greidd og féllu þau 1 á móti 8 fylgjandi áframhaldandi lokun og fylgja tilmælum sóttvarnalæknis. 


Við höfum því ákveðið að fara eftir Þórólfi, sýna gott fordæmi og leggja okkar að mörkum í baráttunni við covid 19. Við viljum reyna að komast yfir þennan hjalla og verður það vonandi til þess að við náum almennilegri opnun sem fyrst.

Við fylgjumst vel með framvindu faraldursins næstu daga og endurmeta stöðuna.