Connect using Facebook
17.08.2020 13:00

Heitavatnslaust í 2 stöðvum Reebok Fitness

Kæru viðskiptavinir! 

 

Vegna viðgerða munu Veitir loka fyrir heitavatns rennsli á svæði á höfuðborgarsvæðinu sem hafa áhrif á 2 af okkar stöðvum.

 

Vegna þessa verður því heita vatns laust í stöðvum okkar í Urðarhvarfi og á Tjarnarvöllum þriðjudaginn 18. ágúst og til kl. 09:00 miðvikudag 19. ágúst (birt með fyrirvara um breytingar klárist viðgerð ekki á tilsettum tíma).

 

Sturtur verða því kaldar og verður pottasvæði lokað á Tjarnarvöllum á meðan á þessu stendur. Einhverjir hóptímar kunna einnig að falla niður vegna þessa svo við hvetjum viðskiptavini til að skoða tímatöflu vel þessa daga!