Connect using Facebook
30.07.2020 16:08

Ráðstafanir vegna aðgerða yfirvalda

Vegna hertra sóttvarnaaðgerða yfirvalda höfum við ákveðið að hafa lokað í sundlaugastöðvum okkar frá og með morgundeginum (föstudagur 31. júlí) og fram yfir frídag verslunarmanna.

Þetta eru þá stöðvar okkar í Ásvallalaug, Salalaug og Sundlaug Kópavogs.

 

Aðrar stöðvar munu halda eðlilegum opnunartíma á morgun, föstudag 31. júlí.

Breyttur opnunartími verður í öllum stærri stöðvum (Holtagarðar, Lambhagi, Tjarnarvellir og Urðarhvarf) bæði á laugardag og sunnudag þessa helgina, eða frá 10:00 - 14:00.

Frídag verslunarmanna, mánudag 3. ágúst, verða allar stöðvar Reebok Fitness lokaðar.

 

Við erum að bæta í sóttvarnaraðgerðir hjá okkur:

Starfsmenn munu bera andlitsgrímur og hanska.

Tækjum lokað eða þau færð til þess að virða 2 metra regluna.

Spritt og hreinsibúnaður verður aukinn í stöðvum.

 

Við biðjum viðskiptavini að virða tveggja metra regluna, þrífa snertifleti fyrir og eftir notkun og muna handþvott! 

Stöndum saman! Við erum öll almannavarnir!