Connect using Facebook
16.03.2020 20:29

Tækjasalir opnir í samkomubanni

Til að koma til móts við þá viðskiptavini okkar sem hafa hug og heilsu til að æfa á meðan þetta ástand stendur yfir í þjóðfélaginu þá höfum við ákveðið að opna tækjasalina* hjá okkur frá og með morgundeginum.

Allar áskriftir haldast óbreyttar og þessi tími sem um takmarkaða þjónustu er að ræða, bætist aftan við núverandi áskrift þeirra þeim að kostnaðarlausu.

Hvað þurfa iðkendur að gera:
• Passa 2 metra bil á milli hvers og eins (þetta á einnig við í búningsklefum)
• Þvo sér um hendurnar, þrífa búnað fyrir og eftir notkun!
• Við biðlum til þeirra sem það geta að fara í sturtu heima hjá sér ef það er möguleiki.
• Aukaþjónusta eins og heitur pottur, gufa og sauna verður lokað.
Staðan núna verður endurmetin í takt við upplýsingar og fyrirmæli yfirvalda.

Samantekt: Tækjasalur opinn, 2ja metra reglan, nota spritt og almenna skynsemi.

*Nema í Ásvallalaug.