Connect using Facebook
13.03.2020 14:56

Lokanir Reebok Fitness vegna samkomubanns

 

Vegna þess ástands sem komið er upp í þjóðfélaginu þá viljum við leggja okkar að mörkum til að hefta útbreiðslu Covid-19 veirunnar eins og unnt er.

 

Reebok Fitness hefur ákveðið að setja alla sína starfsemi á hold og það á meðal annars við um allar áskriftir hjá viðskiptavinum.

 

Það er því ekkert sem viðskiptavinir þurfa að gera því að þegar léttir aftur til þá höldum við áfram frá því sem var horfið. Þín áskrift, þitt námskeið, þinn tími, þú átt þetta allt inni þegar öruggt er að opna aftur.

 

Við trúum því að heilsan okkar sé það mikilvægasta sem við eigum og það sem við erum að gera með þessum lokunum er algjörlega í takt við það.

 

Þó að þessi ákvörðun sé vissulega þungbær fyrir fyrirtækið þá setjum við heilsu okkar viðskiptavina og starfsmanna í fyrsta sæti öllum stundum og þessi ákvörðun er tekin með það að leiðarljósi.

 

Við viljum sýna samféalgslega ábyrgð í verki og vonumst til að okkar viðskiptavinir sýni þessari ákvörðun skilning og samstöðu.

 

Lokanir taka gildi frá og með 15.mars.