Connect using Facebook
17.05.2019 11:37

Breytingar á barnagæslum frá og með 1. júní

Kæru viðskiptavinir,

 

Frá og með 1.júní nk. mun barnagæsla í Reebok Fitness hætta í núverandi mynd vegna skipulagsbreytinga. 
Barnagæslu aðstaða verður áfram til staðar þar sem hún mun nýtast sem barnahorn, en þar er hægt að skilja eftir eldri krakka sem geta verið ein og án eftirlits í skamman tíma. Við munum tilkynna breyttar en jafnframt mjög spennandi breytingar fyrir yngri kynslóðirnar með haustinu.

 

Hingað til höfum við boðið upp á margvíslega tíma fyrir mæður og börn eins og Mömmutíma og Crossfit mömmutíma þar sem börn til tveggja ára aldurs eru velkomin með. Eins hefur verið boðið upp á Krakka Zumba, Krakka Yoga og Krakka Cardio fyrir þriggja ára og eldri, við munum áfram bjóða upp á slíka tíma með haustinu og án endurgjalds. Við munum leggja áherslu á að bæta í úrvalið með haustinu, endilega fylgist með.

 

Kveðja Reebok Fitness