Connect using Facebook
07.01.2019 11:15

Villtu vinna ferð í Fitness Boot Camp búðir til Bali?

Reebok Fitness og ferðaskrifstofan KILROY bjóða viðskiptavinum Reebok Fitness upp á spennandi leik þar sem einn heppinn Reebok Fitness meðlimur mun vinna vikuferð fyrir tvo í Fitness Boot Camp búðirnar á Balí.

 

Allir þeir sem eru komnir með áskrift að Reebok Fitness fyrir lok dags 8. febrúar og mæta vel í janúar eiga möguleika á að vinna þessa glæsilegu ferð.

 

Fitness búðirnar á Balí er algjör snilld fyrir þá sem vilja halda áfram að efla heilsuna og kanna heiminn í leiðinni. Þar skiptir ekki máli í hversu góðu formi þú ert því allir geta stundað æfingar við sitt hæfi í búðunum. Einstaklingar geta tekið þátt í hóptímum og fundið sinn innri styrk í mögnuðu umhverfi. Á milli æfinganna er svo hægt að nýta tímann til að upplifa allt það besta sem Balí hefur upp á að bjóða. 

 

Vinningurinn er vikuferð fyrir tvo og er innifalið flug, far frá flugvelli, gisting, tvær máltíðir á dag (mánudag-föstudags) sem eru sérsniðar að heilsumarkmiðum vinningshafa, aðgangur að öllum þjálfunarbúnaði, þar á meðal heilsurækt á þremur hæðum, einkaþjálfunartími, hóptímar, æfingar á ströndinni og margt fleira. Einnig er innifalið ein frí afþreying (t.d. heimsókn til Ubud, skoðunarferð um hof, heimsókn til tropical fossa og fl.), 1 tími í surf kennslu (valfrjálst) og yoga kennsla 5 daga vikunnar (valfjrálst).

 

Villt þú vinna þessa mögnuðu ferð til Balí?

Skráðu þig í áskrift Reebok Fitness fyrir hádegi þann 8. febrúar og þú ert komin/n í pottinn! 

 

ATH. Allir meðlimir Reebok Fitness fá 15% afslátt af heilsueflandi ferðum KILROY sé ferðin bókuð fyrir 31. mars 2019.

Afslátturinn gildir af ferðinni en ekki flugmiðum. Ferðatímabilið getur verið hvenær sem er en viðkomandi þarf að sýna fram á aðild sína við bókunina. 

Heilsueflandi ferðir eru til dæmis: Gönguferðir, fitnessferðir, hjólaferðir, surfferðir og jógaferðir.