Connect using Facebook
11.09.2018 16:15

Ófyrirséð frestun á opnun Lambhaga

 

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur opnun nýju stöðvarinnar okkar í Lambhaga frestast aðeins en gámarnir með tækjum og tólum skiluðu sér ekki á þeim tíma sem við áttum von á.

 

Við vinnum þó hörðum höndum að því að opna stöðina okkar í september en nánari dagsetning liggur ekki fyrir að svo stöddu.

 

Nánari dagsetning og upplýsingar ásamt tímatöflu verða birt um leið og staðfest dagsetning kemur í ljós.

 

Við þökkum ykkur þolinmæðina og þeir sem hafa nú þegar keypt eða ætla að kaupa árskort á opnunartilboðinu okkar (59.990 kr.-) fá að æfa frítt í öllum okkar stöðvum fram að opnun Lambhaga og kortið mun svo gilda í ár frá og með opnunardegi Lambhaga :)