Connect using Facebook
03.09.2018 12:11

Zumba hóptíma tilkynning

Zumba tímarnir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30 verða kenndir í Holtagörðum í stað Urðarhvarfs núna fyrstu vikurnar í september.

 

Ástæða þess er að nýtt gólfefni sem á að setja á gólfið í Urðarhvarfi er enn á leiðinni til landsins og til stendur að skipta út gólfefni og bæta flotta Zumba salinn okkar í Urðarhvarfi. Tilkynnt verður þegar salurinn er tilbúinn og tímarnir færast aftur yfir í Urðarhvarf. 

 

Biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda en hlökkum til að sjá ykkur þriðjudaga og fimmtudaga í Holtagörðum í Zumba.