Connect using Facebook
03.09.2018 15:33

Gladiator Workouts - NÝTT á Íslandi!

Hér er á ferðinni glænýtt líkamsræktarkerfi frá Hollandi þar sem notast er við eigin líkamsþunga með stuttum pásum á milli þess sem æfingarnar eru bæði krefjandi og skemmtilegar. 

 

Æfngakerfið The Gladiator Workouts sem hefur farið sigurför um Holland og víða um Evrópu er nú kennt í Reebok Fitness á Íslandi. 

Reebok Fitness fékk einn af höfundum æfingarkerfisins, Bianca Karel, hingað til landsins til að þjálfa kennara Reebok Fitness til að leiðbeina Íslendingum þegar kemur að þessu einstaka æfingarkerfi og fengu sjö þjálfarar vottun um að hafa útskrifast sem The Gladiator Workouts þjálfarar.

 

Stutt, hnitmiðað og árangursríkt líkamsræktarkerfi fyrir alla

Gladiator Workouts eru opnir hóptímar fyrir korthafa Reebok Fitness á Íslandi. Tímarnir eru 45 mínútur að lengd þar sem reynir á þol, styrk og snerpu. Þrjátíu mínútur af tímanum fara í æfingarnar en í lokin eru góðar teygjur í 15 mínútur.

 

Fyrir hverja er Gladiator Workouts? Æfingarkerfið er byggt upp á snilldarmáta fyrir alla, byrjendur sem og lengra komna. Nafnið Gladiator hljómar eflaust ógnvekjandi fyrir marga en það er lýsandi fyrir skjótan árangur og skemmtilegar æfingar þessara hóptíma, sem bæði verða kenndir í heitum sal og ekki. 

 

Tímana er nú þegar hægt að finna í nýju hóptímatöflunni á forsíðu Reebok Fitness og við hvetjum ykkur eindregið til að prófa þessa sturluðu tíma!