Connect using Facebook
30.07.2018 14:10

Fjölskylduyoga, laugardaginn 4. ágúst

Laugardaginn 4. ágúst ætlum við að hafa Fjölskyldu Yoga í Reebok Fitness í Faxafeni 14. 

Auður og Hildur yoga kennarar taka vel á móti þér og allri fjölskyldunni í Fjölskyldu yoga kl. 11:15 - 12:00 laugardaginn 4. ágúst.

Tækifæri til að fara með alla fjölskylduna í ræktina og gera Yoga saman. Aldur barna miðast við 3-12 ára. Tíminn verður einfaldur og skemmtilegur þar sem við leikum okkur saman, gerum stöður við allra hæfi og prófum stöður sem foreldrar og börn geta gert saman. Í lokin er svo róleg og þæginleg slökun.

 

Frábært tækifæri fyrir fjölskyldur að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt saman um verslunarmannahelgina. 

Muna að skrá sig í tímann á forsíðu www.reebokfitness.is

 

Sjáumst í Reebok Fitness.